Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjól á skólalóð

05.04.2016 16:45
Hjól á skólalóð

Með hækkandi sól draga nemendur fram reiðhjól og rafknúin hjól. Á lóð skólans og við Ásgarð er rými til að geyma fjölmörg hjól og gaman er að sjá hversu vel nemendum gengur að skipuleggja stæðin fyrir farartækin sín.

Við viljum minna nemendur á að fyrir öryggi þeirra sjálfra og annarra er mikilvægt að þeir fylgi umferðarreglum og muni að gangandi vegfarendur eiga forgang á göngustígum. Notið hjálminn! Frekari leiðbeiningar um notkun rafhjóla má nálgast hjá samgöngustofu: http://www.samgongustofa.is/media/umferd/Rafhjol-leidbeiningar.OKT.2013-(1).pdf

Verum örugg í umferðinni,
starfsfólk Garðaskóla 

Til baka
English
Hafðu samband