Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli í 3. sæti í undankeppni Skólahreysti 2016

10.03.2016 15:59
Garðaskóli í 3. sæti í undankeppni Skólahreysti 2016

Undankeppni Skólahreysti var haldin í íþróttahúsinu Mýrinni miðvikudaginn 9. mars. Þar kepptu nemendur í 9. og 10. bekk fyrir hönd Garðaskóla við nemendur úr Mosfellsbæ, Kópavogi og af Kjalarnesi. Eins og venja er var keppt í mismunandi greinum eins og upphífíngum og armbeygjum sem og hraðaþraut. Einungis sigurlið undankeppninnar er tryggt í úrslitin en stigahæstu liðunum í öðru sæti er líka boðin þátttaka þegar allar undankeppnirnar eru búnar. 

Lindaskóli bara sigur úr býtum í Mýrinni að þessu sinni en óhætt er að segja að nemendur Garðaskóla hafi staðið sig með stakri prýði og lentu í 3. sæti, einungis 1,5 stigi frá Álfhólsskóla sem lenti í 2. sæti. 

Mikil stemmning var á áhorfendapöllunum sem einkenndist af litríkum stuðningsliðum skólanna, nemendum, starfsfólki og foreldrum. Hægt er að sjá myndir frá keppninni í myndasafninu.

 

Til baka
English
Hafðu samband