Nemendaráð Garðaskóla 2015-2016
Nemendaráð Garðaskóla samanstendur af 13 duglegum og metnaðarfullum nemendum í 8-10 bekk.
Markmið nemendaráðs er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Ráðið situr reglulega fundi og ræðir saman um hvernig hægt sé að bæta ýmis málefni innan skólans og gera góðan skóla enn betri. Ráðið er mikilvæg tenging á milli nemendasamfélagsins og starfsfólks og stjórnenda skólans.
Nemendaráð hefur samstarf við önnur ráð og nefndir í Garðaskóla s.s. Skólaráð, Jafnréttisnefnd, Heilsueflinganefnd og fleiri.
Meðlimir í ráðinu skólaárið 2015-2016 eru eftirfarandi: Indíana Lind 10. NT, Gerður 10. RE, Víktoría Ýr 9. MB, Ástrós 10. NT, Halldóra 10. RE, Inga Huld 10. ÞJ, Lárus 8. KS, Rúnar 8. KS, Fjóla 9. SR og Sólveig 8. GE.
Nemendur Garðaskóla, ef þið eruð með ábendingar um það sem má betur fara eða það sem þið eruð ánægð með þá er hugmyndakasssi í matsal. Nemendaráðið fer yfir allar hugmyndir og ábendingar sem berast og kemur þeim í réttan farveg.