Frestur vegna umsókna i Erasmus verkefni framlengdur
21 nemenda í 9.bekk stendur til boða að taka þátt í Erasmus+ verkefni Garðaskóla. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í verkefnavinnunni utan hefðbundins skólatíma, auk þess vera í samskiptum við og taka á móti erlendum jafnöldrum sínum frá Finnlandi, Þýskalandi og Spáni.
Nemendaheimsóknir eru sem hér segir:
20. – 26. febrúar 2016 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Lahti í Finnland
16. – 22. apríl 2016 nemendur frá Finnlandi, Þýskalandi og Spáni í Garðabæ
3. – 9. október 2016 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Lleida á Spáni
4.- 11. maí 2017 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Teningen í Þýskalandi
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Erasmus+ verkefninu, sækja um á heimasíðu skólans og skrifa stutta greinargerð þar sem fram kemur af hverju þeir hafa áhuga á verkefninu og rökstuðningur fyrir af hverju viðkomandi ætti að verða fyrir valinu. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og þar verður meðal annars tekið tillit til ástundunar, vinnusemi og enskukunnáttu.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 8. janúar 2016. Nánari upplýsingar gefur Halla Thorlacius.