Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur kryfja brjóstholslíffæri úr svíni

14.12.2015 16:01
Nemendur kryfja brjóstholslíffæri úr svíni

Mannslíkaminn er valgrein hjá nemendum í 9. og 10.bekk og er námsgreinin kennd einu sinni í viku. Nemendur hafa í haust sinnt fjölbreyttum verkefnum í kennslustundum, en fátt hefur þó vakið jafn mikla tilhlökkun og síðasti tíminn fyrir jól í greininni. Í þeim tíma skoðuðu nemendur brjóstholslíffæri úr svíni. Nemendur voru afar áhugasamir og nýttu tímann vel til þess að skoða, þukla, skera, blása, teikna og skrifa út frá verkefnum á verkseðli. Í lok tímans skila nemendur vinnublöðum sínum til kennarans sem nýtir þau sem hluta af námsmati.

Hægt er að sjá myndir frá þessum skemmtilegu kennslustund í myndasafninu.

 
Til baka
English
Hafðu samband