Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bekkjarmót í fóbolta 2015

11.12.2015 09:05
Bekkjarmót í fóbolta 2015

Bekkjarmót í fótbolta hefur verið í keyrt í öllum árgöngum í Garðaskóla í haust. Fimm nemendur kepptu fyrir hönd bekkjarins, tvær stelpur og tveir strákar sem útileikmenn og einn nemandi í marki. 

Allir bekkir hafa keppt á móti hvor öðrum í tveim riðlum en þriðjudaginn 8. desember síðastliðinn var haldin úrslitakeppni allra árganga. Þar kepptu til úrslita tveir bekkir í hverjum árgangi og var mikil stemming í gangi á mótinu. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og er á döfinni að halda áfram með bekkjakeppni í fleiri greinum eftir áramótin. Hægt er að sjá myndir í myndasafninu.

Hér á eftir eru sigurvegarar í hverjum árgangi.

8-SSH: Bjarki Þór, Kristófer, Brynjólfur, Róbert Orri, Ólafur Áki, Thelma Dögg, Thelma Sif

9–ES: Árni Eyþór, Sölvi SNær, Jón Hákon, Birna, Anna María, Sandra María, Breki Þór

10–NT: Ólafur Bjarki, Elín Helga, Breki, Leifur, Agnes, Katrín Yrja, Sunna, Guðbjörg, Kristný, Snorri Björn, Ingi Rúnar og síðast en ekki síst Björn Gústav liðstjóri

Til baka
English
Hafðu samband