Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hópur frá Garðaskóla í 4. sæti í liðakeppni MND verkefnisins "Aðgengi að lífinu 2015"

01.12.2015 17:34
Hópur frá Garðaskóla í 4. sæti í liðakeppni MND verkefnisins "Aðgengi að lífinu 2015"

Fimmtudaginn 12. nóvember síðastliðinn fengu 10. bekkingar í Garðaskóla kynningu á verkefninu "Aðgengi að lífinu" og aðstæðum hreyfihamlaðra á Íslandi. Nemendum bauðst einnig að skrá sig í liðakeppni sem fól í sér könnun á aðgengismálum hreyfihamlaðra í nærumhverfi sínu. Liðin fengu hjólastól í einn sólarhring til þess að greina hindranir t.d. að komast í tómstundastarf, fara í verslanir, komast á bókasafn o.s.frv. Þegar hindrun hafði verið skilgreind þurftu nemendur að finna lausn og gera grein fyrir henni í samantekt sem mátti vera á hvaða formi sem er.

Alls skráðu sig 17 hópar, af 3-4 nemendum, sig til leiks í Garðaskóla og er ekki annað hægt að segja en skólastarfið hafi litast af þessu verkefni (sjá myndasafn frá afhendingu hjólastóla). 

Mánudaginn 30. nóvember var einn hópurinn boðaður til verðlaunaafhendingar í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Í ljós kom að Auður, Anna Katrín, Berglind og Bryndís Helga, nemendur í 10. KG, höfðu lent í 4. sæti í keppninni og fengu fyrir verkið 10 þúsund krónur á hvern þátttakanda. Stúlkurnar völdu að búa til myndband til að koma samantekt sinni á framfæri.

Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn þar sem verðlaunahöfum var boðið í mat á eftir.

Til baka
English
Hafðu samband