Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðalundur í 3. sæti í fatahönnunarkeppni Samfés

30.11.2015 16:13
Garðalundur í 3. sæti í fatahönnunarkeppni Samfés

Fatahönnunarkeppni Samfés fór fram í Hörpu laugardaginn 28. nóvember. Vinningsliðið frá Garðalundi stóð sig vel þetta árið og lenti í 3. sæti og fékk auk þess verðlaun fyrir förðun. Þær Guðrún Ísabella 10. RS, Sóley Björk 10. RS og Valdís 10. RS. voru því glaðar og ánægðar með árangurinn enda búnar að leggja mikla vinnu í búninginn. Þemað þetta árið var náttúra og völdu þær að gera jökulsprungu. Árangurinn má sjá á meðfylgjandi myndum. 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband