Kynningarfundur um námsmat í Garðaskóla
18.11.2015 15:59
Þriðjudaginn 17. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundur fyrir forráðamenn og nemendur Garðaskóla um námsmat við lok grunnskóla og innritun í framhaldsskóla. Auk skólastjórnenda tók til máls fulltrúi frá Menntamálastofnun. Margar spurningar brunnu á viðstöddum og hægt er að sjá upptöku frá fundinum hér. Einnig er hægt að skoða nánar glærukynningarnar, annars vegar um innritunina og hins vegar um námsmatið í Garðaskóla.
Einnig má benda á að upplýsingar um aðalnámskrá og námsmat samkvæmt henni má nálgast á nokkrum stöðum, meðal annars:
- Upplýsingavefur Menntamálastofnunar um námsmat
- Aðalnámskrá 2011, með breytingum frá 2013 og 2015
- Upplýsingavefur fyrir forráðamenn um grunnþætti menntunar
- Spurt og svarað um grunnskóla - svarbréf ráðuneytis við ýmsum fyrirspurnum