Foreldrum boðið á dagskrá í tengslum við Dag gegn einelti
04.11.2015 11:02
Mánudaginn 9. nóvember munu allir árgangar í Garðaskóla taka þátt í dagskrá tengdum Degi gegn einelti sem haldinn er árlega 8. nóvember. Í ár munu Páll Óskar, Snædís Birta og Magnús sýna leikna heimildarmynd um æsku Páls Óskars og segja frá reynslu sinni og ýmsum hliðum eineltis.
Hver árgangur tekur þátt í dagskránni á sal skólans og er foreldrum þeirra boðið að koma og hlusta um leið og þau eru þar. Áætlað er að dagskráin taki um 90 mínútur í hver sinn.
8. bekkur + foreldrar verða á sal frá 10:30-12:00
9. bekkur + foreldrar verða á sal frá 8:30-10:00
10. bekkur + foreldrar verða á sal frá 12:30-14:00