Valfagið Heilsuæði með heilsufæði í vettvangsheimsókn
Valfagið Heilsuæði með heilsufæði byggist á því að auka þekkingu nemenda í 9. og 10. bekk á hvaða þættir hafa áhrif á heilsu og hvernig hægt er að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Nemendur fá fræðslu um hollt og gott mataræði og jafnframt efla færni sína við að búa til morgunmat, nasl milli mála, drykki, kökur ofl. Gestir koma í heimsókn og farið er í vettvangsferðir á skemmtilega staði.
Miðvikudaginn 21. október síðastliðinn fór hópurinn í heimsókn á veitingastaðinn Gló þar sem Solla tók gríðarlega vel á móti þeim. Hún gaf okkur sterka innsýn í hennar starf og bauð upp á hollar og dýrindis veitingar. Í heimsókninni kom óvæntur gestur að nafni Magnús Scheving. Hann spjallaði við nemendurna um sinn feril og hve næringin er mikilvægur þáttur til að ná þeim árangri og vellíðan í lífinu.