Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10. bekkur á Skólaþingi

20.10.2015 08:06
10. bekkur á Skólaþingi

Í síðustu viku fór 10. bekkur á Skólaþing en verkefnið er liður í þjóðfélagsfræði sem er kennd fyrir áramót. Markmið Skólaþings er að kynna starfsemi Alþingis með „learning by doing“ því nemendur skella sér í hlutverk alþingismanna, flytja frumvörp, sitja í nefndum og samráðsfundum þingflokkanna. Nemendur þurfa einnig að tileinka sér skoðanir annarra og gera málamiðlanir við hina þingflokkana.

Skólaþingsheimsóknin heppnaðist frábærlega hjá öllum hópum og Garðaskóli hlakkar til að fara aftur á næsta ári.

 
Til baka
English
Hafðu samband