8. bekkingar á Landnámssýningunni
29.09.2015 13:22
8. bekkingar hafa síðust daga farið í safnaferð á Landnámssýninguna í Austurstræti í tengslum við námsefni í samfélagsgreinum um landnám Íslands. Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að nemendur átti sig á að sagan stendur okkur nær en við gjarnan höldum. Nemendur fengu ekki einungis að sjá 1100 ára gamlar minjar, heldur einnig að snerta þær og kanna. Þessi upplifun gerir nemendum kleift að tengjast efninu betur og setja sig í spor forfeðra sinna. Á sýningunni má meðal annars sjá rústir húss á þeim reit sem það stóð og „panorama“ mynd af Reykjavík eins og svæðið leit út á landsnámstíma.
Hægt er að sjá fleiri myndir úr ferðunum inn á myndasafninu.