Skólahlaup Garðaskóla
Þriðjudaginn 9. júni fór fram skólahlaup Garðaskóla fyrir tilstilli Heilsueflingarnefndar skólans eftir margra ára hlé. Í mörg ár var haldið svonefnt Vífilsstaðahlaup hér í Garðaskóla. Hlaupið hófst og endaði í Vigdísarlundi í ágætis veðri þar sem að nemendur úr 8. bekk fóru fyrstir af stað. Síðan var nemendum úr 9. bekk startað og að lokum nemendum 10 bekkjar.
Hlaupið var upp með læknum og við Bakkaflöt var farið yfir brúna og eftir stígnum í gegnum hraunið. Þegar komið var að undirgöngunum við Reykjanesbraut var hlaupið niður fyrir innsta húsið á Sunnuflöt og síðan niður eftir læknum og er vegalengdin um 4 km.
Nemendur og starfsmenn gátu hlaupið, skokkað eða gengið vegalengdina. Starfsmönnum skólans var raðað niður á nokkra staði á leiðinni til þess að vísa þátttakendum veginn. Flestir nemendur skólans tóku þátt í hlaupinu og sá sem átti besta tímann var Ragnar Loki Ragnarsson í 10.EHR á 14:45 mín. Ragnar Loki á því skólametið í þessu nýja verkefni skólans. Það er ljóst að skólahlaupið er komið til að vera.
Flestir gengu leiðina og þótti frábær að njóta útiverunnar. Göngufólk var frá 40 – 60 mínútum að fara hringinn. Eftir hlaupið snéru starfsmenn og nemendur sér að öðrum verkefnum, þá tóku við skápaþrif og svo stórskemmtileg vorhátíð.
Kveðja,
Ólafur Ágúst Gíslason, íþróttakennari