Skólahlaup og vorhátíð
05.06.2015 15:00
Þriðjudaginn 9. júní taka allir nemendur og starfsmenn þátt í skólahlaupi Garðaskóla. Viðburðurinn er skipulagður af heilsueflingarnefnd skólans.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
- 8. bekkur kl. 8.10
- 9. bekkur kl. 8.25
- 10. bekkur kl. 8.45
Verðlaun verða veitt fyrir þrjár fyrstu stúlkur og þrjá fyrstu drengi í hverjum árgangi fyrir sig.
Nemendur eiga að mæta í íþróttafötum og vera tilbúnir í hlaupið. Í boði er að hlaupa, skokka eða ganga.
Sturtur á íþróttagangi íþróttahússins verða opnar fyrir nemendur eftir hlaupið. Muna eftir handklæði og fötum til skiptanna.
Að loknu hlaupinu hitta nemendur umsjónarkennara, þrífa skápa og undirbúa vorhátíð. Á hátíðinni verða 10. bekkingar kvaddir og skemmtidagskrá verður í boði auk þess sem seldar verða grillaðar pylsur og gos.