Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Prófum lokið, kennsla hefst að nýju

19.05.2015 10:05
Prófum lokið, kennsla hefst að nýju

Í dag er síðasti prófadagur á þessari vorönn. Nemendur í 10. bekk sitja nú á göngum skólans og undirbúa sig fyrir munnleg próf í ensku og dönsku, þar er margt skrafað og skeggrætt og góð stemning í hópnum.

Frá miðvikudeginum 20. maí tekur aftur við kennsla samkvæmt stundaskrá. Faggreinar leggja fyrir síðustu verkefni vorannar og nemendur skila síðustu verkefnum inn til námsmats. 

Á næstu vikum fer fram fjölbreytt skólastarf: faggreinar leggja fyrir síðustu verkefni vorannar og kennsla er skv. hefðbundnu skipulag fram yfir mánaðamót. Í lok maí og byrjun júní fara umsjónarbekkir í vorferðalög, nemendur fara í starfskynningar, 8. bekkingar heimsækja vísindasafnið, 10. bekkingar taka þátt í fjölbreyttri forvarnardagskrá og margt fleira verður á dagskrá.

Í uppbrotsstarfi vordaga leggur Garðaskóli sérstaka áherslu á að vinna með grunnþætti menntunar m.a. heilbrigði, velferð og jafnrétti.

Samstarfskveðja,
starfsfólk Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband