Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikilvægi yndislesturs

25.02.2015 08:18
Mikilvægi yndislesturs

Nemendur og starfsfólk Garðaskóla setjast niður til yndislesturs einu sinni á dag, 20 mínútur í senn. Tíminn er breytilegur milli vikna, í þessari viku er lesið í fyrstu kennslustund kl. 8.10. Yndislesturinn veitir slökun, styður við námið og er mikilvægur til að auka lestur almennt.

Í hvítbók um úrbætur í menntamálum sem Menntamálaráðherra gaf út síðasta sumar segir:

„Ekkert eykur færni í lestri eins og það að lesa. Eftir því sem nemendur lesa meira og fjölbreyttara efni eykst skilningur þeirra og löngun til að lesa meira. Þess vegna er mikilvægt að fjölbreytt námsefni sé nýtt við kennslu, s.s. dagblöð, tímarit, skáldsögur, fræðirit og rafrænn texti. Ekki má heldur gleyma að heimilin gegna lykilhlutverki. Mikilvægt er að foreldrar lesi fyrir börn, en ekki síður að þeir hvetji þau til að lesa sjálf og hjálpi þeim við það og séu góðar fyrirmyndir.“

Tökum saman höndum og lesum meira.

Samstarfskveðja frá starfsfólki Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband