Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yndislestur

19.01.2015 10:22
Yndislestur

Í dag hófst yndislestur með nýju fyrirkomulagi í Garðaskóla. Nemendur og starfsmenn lesa í 20 mínútur á hverjum degi, lesefni að eigin vali. Yndislestrinum er ætlað að skapa meiri lestrarstemningu innan skólans, stuðla að auknum lestri og efla áhuga nemenda á lestri. Í þessari viku hefst lestrarstundin kl. 9.30 en í næstu viku hefst hún kl. 10.35. Tímasetningin mun síðan veltast milli kennslustunda í hverri viku út önnina.

Nánari upplýsingar um lestrarstefnu Garðaskóla og þróunarverkefnið Læsi til náms má lesa hér.

Mynd með þessari frétt er fengin að láni af vefnum: http://blog.tranquilene.com/reading/ 

Til baka
English
Hafðu samband