Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Læsi til náms

29.10.2014 11:53
Læsi til náms

Þróunarverkefnið Læsi til náms er í fullum gangi í fagdeildum Garðaskóla. Kennarar hafa í haust setið tvö námskeið þar sem fjallað hefur verið um læsi í víðum skilningi og ýmiss konar kennslutæki kynnt.

Tilgangur verkefnisins er m.a. að efla orðaforða nemenda, bæta lesskilning og auka ánægju af lestri. Nú eru nemendur farnir að skila verkefnum sem tengjast þessari vinnu og sýnishorn af þeim má finna á myndavef verkefnisins. Þar má líka sjá myndir af námskeiðum kennarara og fundum með Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur verkefnastjóra frá Háskólanum á Akureyri.

Til baka
English
Hafðu samband