Skráargatið skoðað í ARL
17.10.2014 11:32
Stúlkurnar í námsgreininni Að rækta líkamann( ARL) unnu skemmtilegt verkefni á dögunum. Tilgangurinn með verkefninu var að upplýsa þær um ágæti ,,skráargatsins“ og benda þeim á að skoða þessar matvörur. Græna merki skrárgatsins er frekar nýtt hér á landi en þekkist mjög vel á norðurlöndunum. Númer eitt á merkið að auðvelda neytendum að velja hollari fæðu. Stúlkurnar unnu falleg veggspjöld, í grænum og hvítum lit, og voru mjög áhugasamar og jákvæðar í þessari vinnu. Við ákváðum síðan að hengja veggspjöldin í matsöluna, til að vekja áhuga á skráargatinu og leyfa öðrum nemendum að sjá afraksturinn. Endilega skoðið heimasíðuna skraargat.isHeilsukveðja Svandís Ríkharðsdóttir