Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing

16.10.2014 16:19
Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum. Neyðarvæla var sett í gang í fyrstu kennslustund og allir nemendur voru komnir út úr húsinu á þremur mínútum. Það er mun betri tími heldur en í fyrra og rýmingin gekk í alla staði vel fyrir sig. Nemendur voru rólegir og fylgdu rýmingaráætluninni vandræðalaust.

Æfing af þessu tagi er mikilvæg til að allir séu undirbúnir þegar á þarf að halda og viðbrögð við vá séu yfirveguð og fumlaus. Starfsmenn læra mikið af hverri æfingu og áfallaráðið uppfærir áætlanir skólans eins og þörf er á.

Til baka
English
Hafðu samband