Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sterkar stelpur

13.10.2014 14:46
Sterkar stelpur

Þrjár stelpur í 10. bekk Garðaskóla sendu nýverið inn myndband í átakið "Sterkar stelpur, sterk samfélög" sem Þróunarsamvinnustofnun og fleiri aðilar standa að. Þær Urður Helga, Lilja Hrund og Ingunn Anna hafa áhuga á jafnri stöðu kvenna og karla auk þess sem þær hafa á ýmsan hátt sýnt að þær leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag enn betra. Myndbandið þeirra er upplýsandi og skemmtilegt og það má skoða hér.

Nánari upplýsingar um "Sterkar stelpur, sterk samfélög" má nálgast á Facebook síðu átaksins og fréttavef RÚV.

Til baka
English
Hafðu samband