Námfús í stað mentor
22.08.2014 12:14
Í haust tekur Garðaskóli í notkun vefforritið Námfús í stað Mentors sem notaður hefur verið til að halda utan um ástundun og árangur nemenda og samskipti við heimilin. Þetta er gert til að hagræða fjárhagslega í rekstri skólans og til að auka möguleika á rafrænum samskiptum nemenda og kennara.
Notendanöfnum og lykilorðum Námfúss verður dreift til nemenda og forráðamanna í fyrstu skólavikunni. Leiðbeiningar un notkun Námfúss eru aðgengilegar þegar fólk hefur skráð sig inn á vefinn.
Viðbúið er að fyrstu skóladagana verði ekki allar upplýsingar aðgengilegar því enn er unnið að því að setja upp kerfið eins og Garðaskóla þarf á að halda. Við hvetjum nemendur og forráðamenn til að vera í góðu sambandi við umsjónarkennara þegar spurningar kvikna.
Samstarfskveðja,
starfsfólk Garðaskóla