Vordagar og skólaslit
19.05.2014 14:40
Dagskráin síðustu daga skólaársins er margvísleg og umsjónarkennarar senda bekkjum sínum upplýsingar í gegnum mentor. Öll próf eru skráð í heimavinnuáætlun og próftaflan í heild er aðgengileg hér á heimasíðu skólans.
22.-28. maí Prófadagar, sjá próftöflu
29. maí Uppstigningardagur
30. maí Skipulagsdagur, frídagur nemenda
2.-4. júní Útivist og heilsuefling, dagskrá í höndum umsjónarkennara, nánari upplýsingar á mentor
5. júní Bókaskil og frágangur, vorhátið nemenda, lokaball Garðalundar um kvöldið
6. júní Skólaslit og útskrift. Nemendur mæta á sal og forráðamenn eru velkomnir með þeim.
- 8. bekkur kl. 12.00 á sal skólans
- 9. bekkur kl. 13.00 á sal skólans
- 10. bekkur - útskrift kl. 16 á sal skólans