Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinar skólaárið 2014-2015

05.03.2014 15:16

Í morgun fór fram kynning á valgreinum næsta skólaárs í skólanum. Mæting var frábær og var góður andi í húsinu þegar nemendur og forráðamenn þeirra gengu milli kennslustofa og kynntu sér þær greinar sem í boði verða. Upplýsingar um greinarnar eru einnig aðgengilegar hér á síðu skólans og í pdf-bæklingum (9. bekkur og 10. bekkur).

Í ár verða gerðar tvær breytingar á valgreinakerfinu:

  • Allar kennslustundir verða 60 mínútur næsta skólaár. Hver nemandi á að taka 25 stundir á viku, í 9. bekk eru 3-4 stundir í val og í 10. bekk eru 7-9 stundir í val (breytilegt eftir fjölda flugferða/fjölbrautaáfanga sem nemandi tekur).

  • Valið fer fram á vefsíðunni Námfús

Nemendum hefur verið sent lykilorð að Námfús á það netfang sem skráð er í Mentor. Valið þarf að skrá inn á námfús.is í þessari viku. Þegar nemandi hefur skráð sig inn á namfus.is þá valinn flipinn "Valgreinar" sem er lengst til hægri í vallistanum efst á síðunni. Þar er myndband sem sýnir hvernig á að velja og við hvetjum alla til að skoða það vel. Fyrir neðan myndbandið á að fylla út valið sjálft.

Þegar allt val hefur verið skráð eiga að vera þrjár grænar nótur í neðsta kassanum.

Munið að síðasti dagur til að skila valinu inn í námfús.is er föstudagurinn 7. mars.

 

Til baka
English
Hafðu samband