Skólaþing Garðaskóla
Starfsmenn voru sérlega ánægðir með frammistöðu nemenda á sal skólans báða dagana. Allir nemendur hlýddu af athygli á erindi sem flutt voru af umboðsmanni barna, starfsmanni UNICEF, bæjarstjóra Garðabæjar og þremur nemendum skólans. Nemendur í salnum tóku þátt í umræðum með spurningum og ábendingum og undravert hversu vel það gekk í 400 manna hópi.
Nemendur hafa tekið þátt í umræðuhópum til að kynna sér efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og segja skoðanir sínar á stöðu unglinga í samfélaginu. Í morgun fjölluðu nemendur meðal annars um hvað einkenni góðan skóla, hvort unglingar geti haft áhrif á stjórnun og stöðu mála í Garðabæ og hversu ánægð þeir eru með umhverfi, skipulag, skóla og tómstundir í bænum. Niðurstöður úr umræðuhópum verða dregnar saman og nýttar til að efla starf skólans. Auk þess verða niðurstöður sendar bæjaryfirvöldum sem nýta þær við innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu.
Á myndunum hér að neðan má sjá nemendur að störfum á skólaþinginu. Fleiri myndir má sjá í myndasafninu.