Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuttmynd frumsýnd á hátíðarkvöldverði

05.12.2013 12:32
Hópur 10. bekkinga, sem unnið hefur að stuttmyndagerð í haust, frumsýndi nýjustu mynd sína á hátíðarkvöldverði Garðaskóla og Garðalundar í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að hópurinn, sem kallar sig Andsetnir, sló rækilega í gegn með jólastyttmyndinni sinni. Myndin er enda fagmannlega unnin og er mikið í hana lagt. Höfðu nemendurnir tekið upp hér og þar innan sem utan skólans - m.a. í stúdíói Latabæjar.


Til baka
English
Hafðu samband