Samræmd próf í 10. bekk, 23. - 25. september
23.09.2013 10:05
Samræmdu prófin í 10. bekk verða haldin dagana 23. – 25. september. Sökum prófanna verður fyrirkomulag kennslu hjá 8. og 9. bekk óhefðbundið og hefur nánari lýsing á því verið send til nemenda.
Nánar um prófin
- mánudaginn 23. sept. íslenska
- þriðjudaginn 24. sept. enska
- miðvikudaginn 25. sept. stærðfræði
- Prófin byrja kl. 09:00 og standa til kl. 12:00.
- Ekki er leyfilegt að yfirgefa stofu fyrr en eftir kl. 10:00. Gott er að hafa með sér sögubók til að glugga í ef nemandi lýkur við prófið áður en þú yfirgefa má stofuna.
- Kl. 09:00 eiga allir að vera búnir að koma sér fyrir í kennslustofunni og fá prófgögn í hendur.
- Mikilvægt er að mæta í prófin með því hugarfari að gera eins vel og hægt er.
- Einnig er mikilvægt að koma vel út sofinn og borða góðan morgunmat.
- Leyfilegt er að taka með sér nesti en huga að því að neysla þess trufli ekki aðra.
- Engin hlé eru í prófunum.
Almennar skólareglur gilda í þessum prófum sem öðrum.
Að gefnu tilefni þá er bannað að koma með síma eða önnur tæki með sér í próf, s.s. iPod eða mp3 spilara.
Allar yfirhafnir og skór eiga að vera í skápum.