Starfsmenn í vinnuferð
19.08.2013 07:36
Mánudaginn 19. ágúst fara starfsmenn Garðaskóla í vinnuferð í Skorradal og því verður fámennt í skólahúsnæðinu. Ritari skólans svarar síma og tekur skilaboð til annarra starfsmanna.
Vinnudaginn munu starfsmenn nota í endurskoðun skólanámskrár og ber þar hæst þrjú mikilvæg verkefni:
- Forgangsröðun verkefna út frá SVÓT greiningu sem starfsmenn unni haustið 2012.
- Undirbúningur að vinnu við umhverfisstefnu skólans.
- Vinna að nýrri útgáfu kennsluáætlana. Nýtt form fyrir áætlanirnar var í þróun hjá kennurum síðasta vor og munu þeir taka það upp í öllum námsgreinum nú í ágúst. Í þessum kennsluáætlunum gera námsgreinar grein fyrir grunnþáttum menntunar, námsmati og fleiri atriðum sem verið er að uppfæra til samræmis við Aðalnámskrá 2011/2013.
Samstarfskveðja,
Starfsfólk Garðaskóla