Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar vegna nemenda í Þórsmörk

03.06.2013 16:35

Mikilvægt er að fram komi að nemendur og starfsmenn Garðaskóla eru í góðu yfirlæti í Þórsmörk þrátt fyrir mikla vætu.

Allir nemendur sem eiga blautan farangur hafa haft samband við forráðamenn sína.

Von er á blautum farangri í skólann um kl. 18.00 og eru forráðamenn beðnir um að sækja hann. Ef þörf er á geta þeir komið með poka eða tösku merktum nemenda sem bíllinn fer með aftur inn í Þórsmörk.

Fyrir nánari upplýsingar er bent á síma Garðalundar 5902575 þar sem skiptiborði Garðaskóla hefur verið lokað í dag.

Til baka
English
Hafðu samband