8.IW aðstoðar Fjölskylduhjálpina
Að frumkvæði foreldra nemenda í 8. bekk Garðaskóla er orðið til Góðgerðarverkefni skólans. Verkefninu var hrundið af stað miðvikudaginn 24. apríl þegar nemendur í 8.IW bökuðu kanilsnúða í heimilisfræðitímum, pökkuðu þeim í textílmennt. Í hádeginu sóttu foreldrar átta unglinga úr bekknum sem fóru til starfa í matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar og afhentu þar snúðapakkana. Öll vinna nemenda var til fyrirmyndar og starfsfólk skólans er afar ánægt með þetta samstarf við foreldrasamfélagið.
Á næstu vikum er stefnt að því að allir nemendur í 8. bekk komi að þessu verkefni í list- og verkgreinatímum og þeir sem hafa áhuga á því aðstoða við úthlutun hjá Fjölskylduhjálpinni. Von foreldra og starfsfólks stendur síðan til þess að framhald verði á verkefninu og að góðvildarverkefni af þessu tagi geti verið fastur liður á hverju skólaári í Garðaskóla.