Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir í Garðaskóla

16.03.2013 15:06
Undanfarnar vikur hafa nemendur úr 7. bekkjum Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Vífilsskóla komið í heimsókn í Garðaskóla til að kynna sér aðeins aðstæður til náms og félagslífs og hitta nokkra starfsmenn. Nemendaráðgjafar hafa verið til taks ásamt deildarstjóra og námsrágjafa og farið með þeim um skólahúsnæðið. Nemendur hafa fengið upplýsingar um skólann og skólastarfið. Einnig voru þau nokkuð duglegir við að spyrja um hin ýmsu atriði.
Það er hluti af vorinu og hækkandi sól, að taka á móti gestum.
Til baka
English
Hafðu samband