Kynningar á Garðaskóla
28.02.2013 17:40
Á næstu dögum og vikum mun Garðaskóli fá góða gesti í heimsókn þegar nemendur úr 7. bekkjum Flata-, Hofsstaða- og Sjálandsskóla koma til að kynna sér starf skólans og stemningu. Nemendurnir koma með bekkjum sínum og umsjónarkennurum og fá kynningu á Garðaskóla frá starfsmönnum og nemendum. Í kjölfarið velja þeir hvaða skóla þeir sækja um til að hefja nám í 8. bekk næsta haust.
Innritun í 8. bekk haustið 2013 fer fram í þessum mánuði. Skóladeild Garðabæjar sendir upplýsingar heim til forráðamanna og starf skólanna er kynnt með auglýsingum í Garðapóstinum og víðar. Í Garðaskóla verður haldinn opinn kynningarfundur fyrir væntanlega nemendur og forráðamenn mánudaginn 18. mars kl. 17.30 í stofu 301. Starfsmenn og nemendur segja þar frá starfi skólans og síðan gefst gestum kostur á að ganga um húsnæði og ræða frekar málin.