Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús í Garðaskóla

05.02.2013 14:47
Opið hús í GarðaskólaVið viljum minna á opið hús í Garðaskóla miðvikudaginn 6.feb. Kl. 17.30-19.0 þar sem verða fulltrúar frá tólf framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Dagskráin verður þannig að nemendur og forráðamenn geta rætt við fulltrúa þeirra skóla sem þeir hafa áhuga á og fengið sér hressingu þegar þeim hentar. Ekki er um formlega dagskrá að ræða. Við hvetjum alla til að koma og nýta tækifærið sem gefst til að ræða beint við fulltrúa frá framhaldsskólunum. Kristrún frá Menntamálaráðuneytinu verður einnig á staðnum og svarar spurningum um innritun í framhaldsskólana. 

Þetta kynningarkvöld hefur alltaf verið vel sótt og hefur nýst nemendum okkar vel í að undirbúa sig fyrir lok grunnskólans.

Til baka
English
Hafðu samband