Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjónvarpsspaug á Gagn og gaman dögum:

08.11.2012 13:31
Sjónvarpsspaug á Gagn og gaman dögum:Á miðvikudaginn var farið til RÚV. Þar var engin sjónvarpsupptaka í gangi, en við fengum mjög fróðlega umfjöllun um sögu sjónvarpsins. Einnig fórum við í upptökuverin og okkur sýnd tækni og tæknibrellur sem notaðar eru við hina ýmsu þætti. Við skoðuðum settið þar sem fréttir og Kastljós er unnið og er víst að nemendur koma til með að horfa öðrum augum á sjónvarpsefni hér eftir.
Í morgun byrjuðum við hjá Saga film sem er til húsa þar sem RÚV var áður. Var töluverður aðstöðumunur á þessum tveimur stöðvum, en gaman að sjá og heyra hversu margir þættir og myndir eru framleiddar hjá Saga film. Við vorum svo heppin að upptaka á Spaugstofunni var í gangi og fengu nemendur að horfa á atriði sem verður sýnt á laugardaginn. Einnig fylgdumst við með eftirvinnslu og klippingu á Spurningabombunni og voru nemendur að lokum myndaðir með "farandverðlaunagripnum" sem er í boði í Spurningabombunni.
Framkoma nemenda var til fyrirmyndar og höfðu bæði þeir og kennararnir bæði gagn og gaman af þessum dögum.

Kær kveðja Anna og Svandís.
Til baka
English
Hafðu samband