Nemendaráðgjafar með eineltisfræðslu
16.12.2011 11:55
Þessa vikuna hafa nemendaráðgjafar í 9.og 10.bekk verið með eineltisfræðslu fyrir nemendur í 8.bekkjum. Í síðustu viku fóru nemendaráðgjafar inn í bekki til þeirra og spurðu þau nokkurra spurninga um einelti og krakkarnir í 8.bekk skrifuðu á miða það sem þau vildu ræða um við nemendaráðgjafana. Í fræðslunni var umræðan tekin upp og nemendaráðgjafar svöruðu spurningu þeirra og ræddu um einelti og afleiðingar þess. Fræðslan hefur tekist vel til og svo virðist sem nemendum komi öllum saman um að einelti sé mjög slæmt og eigi ekki að viðgangast í skólanum okkar. Við þurfum að halda umræðunni um einelti opinni bæði í skólanum og heima við. Með því að sýna fordómaleysi og umburðarlyndi getum við stuðlað að góðum og uppbyggilegum samskiptum í umhverfi okkar.