Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Prjónað til styrktar Japan

24.11.2011 11:32
Prjónað til styrktar Japan

Í haust tóku textílvalhópar 9. bekkjar þátt í verkefni til styrktar Japönum sem misstu heimili sín í stóra jarðskjálftanum í mars sem lagði heilu þorpin í rúst. Verkefnið fólst í því að prjóna á heimilislausa og illa stadda einstaklinga vettlinga, húfur og sokka en í Japan eru veturnir langir og kaldir eins og hér heima.

Nú er þessu verkefni lokið og Yayoi japönsk kona búsett í Garðabæ hefur í samvinnu við póstinn tekið að sér að koma prjónuðum verkefnum nemenda Garðaskóla þangað sem þörfin er mest. Við sendum því hlýjar kveðjur til Japan þetta árið.

Til baka
English
Hafðu samband