Námskeið í framsögn
Nú er nýlokið þriggja vikna námskeiði þeirra þetta árið, en alls önnuðust 6 félagar klúbbsins námskeiðin að þessu sinni. Þetta frumkvæði rótaryklúbbsins hefur orðið til þess að styttri námskeið eru nú haldin í 8.bekkjunum, en þau standa nú yfir. Ljóst er að margir foreldrar hefðu viljað vera „fluga á vegg“ þegar börnin þeirra fluttu ræður sínar, en þær voru bæði fróðlegar,einlægar og síðast en ekki síst afar skemmtilegar. Hér birtust einnig nokkrir nemendur,sem án efa eiga eftir að setja mark sitt á samfélag okkar í framtíðinni,ef marka má af hæfileikum þeirra í tjáningu og framkomu. Garðaskóli þakkar rotaryklúbbnum Garðari frumkvæði þeirra og allan þann tíma,sem félagar klúbbsins gáfu til þessa framtaks.
Á myninni má sjá einn rótaryfélaganna,Guðmund Guðmundsson,sem annaðist námskeið,með nokkrum nemendum.