Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskrift 10. bekkja

03.06.2024 10:55

Útskrift nemenda úr 10. bekk í Garðaskóla fer fram fimmtudaginn 6. júní næstkomandi.

Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu Ásgarði og hefst kl. 17:00 og er gert ráð fyrir að athöfnin taki tæpar tvær klukkustundir.. Húsið opnar kl. 16:42.

Nemendur eiga að mæta í sína umsjónarstofu kl. 16:30 og hitta umsjónarkennarann sinn. Þaðan ganga þau saman yfir í Ásgarð.

Alls munu rúmlega 200 nemendur útskrifast frá Garðaskóla í ár. 

Vegna takmarkaðs sætaframboðs takmörkum við gesti við foreldra nemenda – hversu margir sem þeir kunna að vera – og systkini. Athöfnin mun þó seint teljast spennandi viðburður fyrir ung börn.Til baka
English
Hafðu samband