Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vordagar og skráning í vorferð 10. bekkja!

13.05.2024 12:04

Komið sæl,

Meðfylgjandi er yfirlit vordaga 10. bekkja í Garðaskóla. Að auki fylgir bréf frá Garðalundi varðandi vorferð 10. bekkja í Vatnaskóg.  Allar upplýsingar um ferðina og skráning í hana má finna inn á Abler en það er það svæði sem Garðalundur notar til að skipuleggja sitt starf en vorferðin er á vegum Garðalundar í samstarfi við skólann. Kennarar og starfsfólk Garðaskóla og Garðalundar mun fylgja hópnum í ferðina.

Skráning er opin til miðnættis sunnudagsins 19. maí nk. og hvetjum við ykkur til að skrá ykkar barn sem fyrst. Ferðin hefur gefist ákaflega vel og er frábært tækifæri til að kynnast samnemendum á nýjan máta og segja skilið við grunnskólann sinn með jákvæðum lokahnykk.

Prófa-og vordagar 10. bekkjar

Vorferð 10. bekkja

 

Til baka
English
Hafðu samband