Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaskóli í 3. sæti í Skólahreysti.

22.05.2023 11:24

Á laugardaginn fóru úrslit Skólahreystis fram í Laugardalshöllinni þar sem lið Garðaskóla keppti við ellefu aðra skóla. Þegar litið var á árangur skólanna tólf í undankeppninni var lið Garðaskóla með sjöunda besta árangurinn, en við stefndum hærra og vonuðumst til þess að ná í topp fimm.

Það náðist og gott betur því þegar upp var staðið endaði Garðaskóli í þriðja sæti keppninnar í ár, sem er að sjálfsögðu stórkostlegur árangur. Þetta var í fyrsta skiptið í sögu Skólahreystis sem Garðaskóli komst í úrlist og því um sögulegan árangur að ræða hjá krökkunum.

Í verðlaun fengu krakkarnir bikar, verðlaunapeninga og 10.000 kr. gjafakort frá Landsbankanum auk þess sem nemendafélag skólans fékk 100.000 kr. gjafakort frá Landsbankanum.

Lið Garðaskóla var þannig skipað:

  • Arna Brá keppti í armbeygjum og hreystigreipi
  • Baltasar Guðmundur keppti í upphýfingum og dýfum
  • Ísold og Róbert Krummi kepptu í hraðabraut
  • Varamenn voru Atli Hrafn og Eva Margrét
Til baka
English
Hafðu samband