Úrslitakvöld í Skólahreysti – rútuferðir frá Garðaskóla.
19.05.2023 15:05
Keppnislið Garðaskóla í Skólahreysti keppir til úrslita í Laugardalshöll á laugardaginn. Búið er að panta 57 sæta rútu sem leggur af stað frá Garðaskóla kl. 18:45 fyrir þá sem vilja koma og styðja liðið. Við tökum við í rútuna á meðan sætafjöldi leyfir. Rútan leggur af stað heim kl. 21:15. Athygli er vakin á því að nemendur geta einnig komið sér sjálfir í Höllina ef þeir kjósa það frekar.
Við hvetjum sem flesta til að koma og hvetja okkar lið áfram. Liturinn okkar er dökkblár og því er tilvalið að róta í fataskápnum og mæta í okkar lit. Stjörnubúningurinn er t.d. tilvalinn.