Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahaldi í Garðaskóla aflýst miðvikudaginn 17. maí

17.05.2023 13:20

Í kjölfar nýrra upplýsinga um ástand húsnæðis Garðaskóla hefur skólahaldi verið aflýst miðvikudaginn 17. maí. Nánari upplýsingar hafa verið sendar á starfsfólk, nemendur og forráðafólk í tölvupósti.

Við minnum á að eftir sem áður verður starfsdagur föstudaginn 19. maí. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 22. maí.

Fyrirkomulag skólahalds frá 22. maí og til skólaloka verður sent til nemenda og forráðafólks næstkomandi föstudag.

Við vekjum athygli á að nemendur geta sótt eigur sínar í nemendaskápa í dag (miðvikudag) og á föstudaginn frá 08:00 til 15:00.

Til baka
English
Hafðu samband