Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skákmót Garðaskóla

14.04.2023 13:41
Skákmót Garðaskóla

Skákmót Garðaskóla fór fram fimmtudaginn 13. apríl sl. á skólasafninu frá kl. 14:00-16:00. Alls tóku 37 nemendur þátt á mótinu. Mótið var hraðskákmót í 7 umferðum. Páll Sigurðsson frá Taflfélagi Garðabæjar tók að sér að sjá um mótið og er honum þakkað kærlega fyrir.

Vinningshafi mótsins var Daníel Friðrik Jónsson Hjartar í 8. EHH. Hann fékk viðurkenningarskjal og bikar þar sem nafn vinningshafa verður grafinn á og verður hann geymdur á skólasafninu. Í öðru sæti lenti Matthías Dagur Þorsteinsson í 9. ÞH og í þriðja sæti Benedikt Guðmundsson í 8. HS.

Ákveðið hefur verið að skákmótið verði árlegt. Ásta Huld Henrýsdóttir aðstoðarskólastjóri afhenti vinningshafa verðlaunin að móti loknu.

Til hamingju strákar!

Til baka
English
Hafðu samband