Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðtogar framtíðarinnar heimsækja Jónshús

28.11.2019 17:38
Leiðtogar framtíðarinnar heimsækja Jónshús

Í dag fór hópur nemenda í valfaginu Leiðtogafærni í jólaföndur í Jónshúsi. Nemendur föndruðu og spjölluðu við eldriborgara sem komu að hitta þau. Verkefnið er góðgerðaverkefni sem nemendur taka þátt í og er það hluti af vinnu vetrarins í valfaginu. Vel var tekið á móti hópnum með glæsilegum veitingum og kennslu í jólaföndri.  Afraksturinn var ekki síðri eins og sjá má í myndasafninu.

 

Til baka
English
Hafðu samband