Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf hafið í Garðaskóla

30.08.2019 09:37
Skólastarf hafið í Garðaskóla

Vika er síðan Garðaskóli var settur fyrir skólaárið 2019-2020. Sú breyting var gerð í ár að fyrstu þrír skóladagarnir voru ekki samkvæmt stundaskrá heldur tóku nemendur þátt í fjölbreyttri dagskrá með umsjónarkennara og öðru starfsfólki. 

Á meðan nemendur 8. bekkjar lærðu helst á stofuskipan og hvernig skólastarf í Garðaskóla fer fram einblíndu 9. og 10. bekkingar á markmiðasetningu og skipulag fyrir komandi skólaár. Allir árgangar fengu auk þess kynningu á plastendurvinnslu frá PlastPlan sem hefur síðasta ár aðstoðað Garðaskóla við að skipuleggja betur flokkunarmál afurða sem hægt er að vinna frekar með í skólastarfi. Sýndar voru tvær plastendurvinnsluvélar sem byggðar hafa verið í samstarfi við Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar og verða nýttar í smíðastofunni.

Myndir frá skólasetningu og fræðslu PlastPlan má sjá í myndasafni.

 

Til baka
English
Hafðu samband