Skemmtilegt jólaflóð afstaðið
Annað árið í röð heldur Garðaskóli svokallað Jólaflóð fyrir jólin. Dagurinn einkennis af árherslum á læsi í víðum skilningi en jólagleði spilar einnig stóran þátt í efnistökum. Í ár fengum við einnig góðan gest á sal en Sigga Dögg kynfræðingur las fyrir hvern árgang upp úr nýjustu bók sinni Kynvera og spjallaði við nemendur um kynlíf, kynhneigð og auðvitað lestur.
Á sama tíma og einn árgangur hlustaði á Siggu Dögg tóku hinir tveir þátt í fjölbreyttum smiðjum í kennslustofum. Meðal annars var hægt að taka þátt í jólabingó í stærðfræði, finna staðarheiti á Íslandskorti, spila skrafl, föndra og skrifa jólakort og púsla. Jólatónlist í bland við íslenskt rapp ómaði um gangana þar sem margir hópar sátu við spil og spjall. Læsið náði einnig út fyrir veggi skólans þar sem hópur af nemendum fóru yfir í Ásgarð og las jólasögu fyrir gesti í heita pottinum.
Hægt er að sjá myndir frá þessum skemmtilega degi í myndasafninu.