Útskrift 10. bekkjar Garðaskóla 2018
Þétt var setið í Gryfjunni og matsal nemenda fimmtudaginn 7. júní síðastliðinn en þá fór fram útskrift 10. bekkjar Garðaskóla. Ásta Huld deildarstjóri sá um stjórn dagskrár og þar stigu margir á stokk, bæði nemendur og starfsfólk.
Nokkrir nemendur 10. bekkjar buðu upp á atriði; Rebekka Líf Ingadóttir 10. EHR, Ingunn Anna Svavarsdóttir 10. KFS og Guðrún Margrét Bjarnadóttir sungu og Sigurður Jónsson 10. GE og Sara Regína Rúnarsdóttir 10. EHR tóku til máls fyrir hönd útskriftarnema. Eins og venjulega lagði Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri nemendum lífsreglurnar en hrósaði þeim einnig fyrir skemmtilega uppskeruhátíð lokaverkefna sem haldin var daginn áður í Ásgarði. Að lokum komu fulltrúar fagdeilda, Rótarýklúbbsins Görðum og Garðalundar og veittu verðlaun fyrir námsárgangur og félagsstörf.
Auk ofangreindra verðlauna var sérstaklega verðlaunað fyrir framúrskarandi ástundun og framúrskarandi námsárgangur á grunnskólaprófi.
Verðlaun fyrir framúrskarandi ástundun í 10. bekk hlaut:
Jóhann Baldur Jóhannsson 10. KS
Verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur á grunnskólaprófi í 10. bekk hlutu:
Logi Sigurðarson 10. EHR
Sigrún Tinna Siggeirsdóttir 10. KFS
Myndir frá útskriftinni má finna í myndasafni á heimasíðu en einnig má benda á myndir frá uppskeruhátíð lokaverkefna á sama stað.