Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit og útskrift í Garðaskóla

04.06.2018 17:50
Skólaslit og útskrift í Garðaskóla

Nú líður að lokum skólaársins og framundan eru skólaslit í 8. og 9. bekk annars vegar og útskrift í 10. bekk hins vegar.

Útskrift 10. bekkjar verður haldin í Garðaskóla fimmtudaginn 7. júní næstkomandi kl. 17:00. Eftir athöfnina verður gestum boðið að gæða sér á léttum veitingum af sameiginlegu hlaðborði útskriftarnema.

Nemendur 8. og 9. bekkjar mæta á sal í skólaslit föstudaginn 8. júní og fá svo einkunnir sínar afhentar hjá umsjónarkennara áður en þeir halda út í sumarið.

9. bekkur mætir á sal kl. 9:00
8. bekkur mætir á sal kl. 10:00

Til baka
English Use my settings
Hafðu samband