Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman: Tie Dye

12.11.2016 19:09
Gagn og gaman: Tie Dye

Einn hópur á Gagn og gaman dögum var tie dye. Þar vorum við að lita boli með sérstakri aðferð og progg verk fyrir afmæli skólans. Þetta var tveggja daga hópur og því nóg að gera.

       Aðferðin sem við notuðum er þannig að við brutum bolina saman á sérstakan hátt og notuðum teygjur til að halda þeim saman. Síðan notuðum við saltvatn með litum og sprautur til að sprauta litnum á bolina. Við leyfðum þeim að liggja í plastpokum yfir nótt og næsta morgun tókum við þá í sundur og skoluðum afgangs litinn úr og þá myndast munstur(sjá mynd).

Progg er hins vegar þegar þú þræðir efni í gegnum múrnet og býrð til munstur eða mynd. Þemað okkar var „Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ eftir Bubba Mortens og ætlum við að hengja verkin upp í tilefni af 50 ára afmæli skólans.

Til baka
English
Hafðu samband